Um Ermarsund 2011

Ermarsund 2011

Fyrir dyrum er leiðangur Íslendinga með það að markmiði að „sigra Ermarsundið“. Hópurinn samanstendur af reyndasta og besta sjósundfólki landsins sem annarsvegar ætlar að synda einstaklingssund og hinsvegar boðsund

Nokkrir minnispunktar um einstaklingsund Árna Þórs Árnasonar:

Ermarsund er liður í tilraun Árna til að vera annar Íslendinga til að synda Ermarsund og fyrsti maðurinn í heiminum til að synda svokölluð Ocean´s Seven eða sjö frægustu og erfiðustu sjósund veraldar.

1. Irish (North) Channel (www.irelandtoscotland.com)

2. Cook Strait (www.cookstraitswim.org.nz)

3. Moloka’i Channel (or Kaiwi Channel)

4. English Channel

5. Catalina Channel

6. Tsugaru Strait

7. Strait of Gibraltar

Verkefnið felur í sér strangar æfingar fram að sundinu sjálfu, en Árni þarf að synda um 30-45 km á viku þar til að sundtíma kemur, sem verður 7-14. júlí 2011 en þar hefur hann 1. sundrétt.

5 aðstoðarmenn eru sundmanninum til aðstoðar í verkefninu, enda í mörg horn að líta og mikil skipulagning framundan. Valinn maður er í hverju rúmi og eru t.a.m Benedikt Hjartarson, sem synti Ermarsundið 2008 fyrstur Íslendinga með í leiðangrinum.


Nokkrir minnispunktar um Boðsundsveitina:

Boðsundsveitin samanstendur af 6 einstaklingum úr Sjósunddeild Sundfélags Hafnarfjarðar sem allir hafa mikla og víðtæka reynslu í sjósundi:
Heimir Örn Sveinsson, Björn Ásgeir Guðmundsson, Kristinn Magnússon, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Ásgeir Elíasson og Hálfdán Freyr Örnólfsson.

Boðsundsveit (Iceland Open Water Team) ætlar að klára verkefnið, fram og til baka ef veður og aðstæður leyfa. Það hefur tryggt sér 1. sundrétt dagana 06.07 til 13.07. Það eru góðar líkur á að þessum úrvalshópi takist ætlunarverk sitt og standi sigurreifur á Frakklands og Englandsströndum eftir um 90 km sund.

Til gamans má geta þess að Árni Þór Árnason sjósundgarpur ætlar að reyna við Ermarsundið á sama tíma og boðsundsveitinn. Þar sem einstaklingssund og boðsund krefst gjörólíks undirbúnings, að þá eru þetta tveir sjálfstæðir hópar sem standa á bak við sitthvor sundin. Hinsvegar er mikil vinskapur á milli hópana enda hafa þeir unnið lengi saman að sjósundmálum og munum við sameinast í undirbúingi þar sem það á við.

Sundið sjálft fer svo þannig fram að fylgdarbátur með aðstoðarmönnum, skipstjóra og fleirum siglir við hlið sundmannsins og beinir honum í rétta átt. Sundmenn mega ekki snerta bát eða meðlimi ferðarinnar á leiðinni yfir sundið. Sundmenn sem takast á við þessa þraut, þurfa að jafnaði að synda um 45-50 km leið, en það fer eftir föllum, straumum og veðri.

Gríðarlegar æfingar og mikil undirbúningsvinna liggur að baki leiðangrinum . Allt er gert til að gæta öryggis, en vissulega er sund yfir Ermarsundið erfitt og áhættusamt. Ekki er farið af stað nema veður og sjóaðstæður leyfi.

Meðlimir hópsins hafa stuðlað að uppbyggingu sjósunds (víðavatnssunds) á Íslandi í samstarfi við íþróttarhreyfinguna og fleiri aðila með góðu árangri. Þökk sé frumkvæði hópsins hefur sjósund vaxið sem almennings og afreksíþrótt