þriðjudagur, 15. september 2009

Ermarsund 2009 er lokið. Orustan er töpuð en stríðið er ekki búið

Í gærkvöldi áttum við góðar stundir með þeim Evelyn og David á Varne Rigde. Bjössi eða Ísbjörnin eins og við köllum hann galdraði fram dýrindis kvöldverð handa okkur öllum. Evelyn og David eru orðnir góðir vinir okkar og næsta ferð þeirra verður til Íslands.
Bjössa kokkar og Evelyn fylgist með.

Í morgun hringdi Andy skipstjóri og tjáði okkur að ekkert verður af kraftaverkinu.  Ekkert veðurgat verður fyrr en fyrsta lagi eftir helgi og þá verður fresturinn okkar löngu búinn. 

Eftir fréttirnar var pakkað saman og við flugum heim í dag. 

Orustan er töpuð en stríðið er ekki búið. Við munum reyna aftur. 

Við viljum þakka öllum styrktaraðilum kærlega fyrir stuðningin.  Vinum og kunningum þökkum við fyrir hlýlegar kveðjur á blogsíðunni.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sjáumst í Nauthólsvíkinni
Bennih

Nafnlaus sagði...

Nú er bara að undirbúa sig fyrir næstu tilraun. Annars lítið hægt að gera þegar veðurguðirnir fara á kreik líkt og þeir hafa gert undanfarna daga á Ermarsundi.
SJ

Nafnlaus sagði...

gengur bara betur næst :)

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá ykkur í Nauthólsvíkinni.

Nafnlaus sagði...

Heimir þarf að gera þetta sjálfur á næsta ári. Ég er tilbúinn að synda með.

Eiríkur Ólafsson

Hulda Björg sagði...

Voðalega var það leitt að veðrið skyldi ekki vinna með ykkur. Vonandi verður það betra næst!

kv. Hulda vinnufélagi Birnu