miðvikudagur, 9. september 2009

Lent og kominn til Dover

Hálfdán,Hrafnkell og Birna á Gatwick

Lentum á Gatwick rétt fyrir kl 11:00. Tókum bílaleigubíl sem varla rúmaði okkur og þurftum við að púsla okkur inn í bílinn þar sem Bjössi sat "vacuum" pakkaður aftast í bílnum.  Jón Svavarsson ljósmyndari ætlaði að fá far með okkur en sökum plássleysis þurfti hann að taka lestina til Dover.  Hann mun fylgjast með okkur og ljósmynda á meðan við erum hér úti.

Á leiðinni stoppuðum við og fengum okkar að borða af Kínversku hlaðborði í ónefndum smábæ mitt á milli Gatwick og Dover. 

Það voru góðir endurfundir þegar við komum til Varne Rigde og hittum  þau Evelyn og David. 

Eftir knús og nokkrar hlátraskelli í Varne Rigde var farið í höfnina í Dover og tekin 30 mín æfing til að liðka okkur eftir ferðina. 

Það var háflóð og mjög úfinn sjór í höfninni enda 8 m/s.  Nokkuð ljóst að það var algjörlega ófært í Ermarsund í dag og var enginn að synda í höfninni nema við.

Í kvöld tökum góða pastaæfingu og reynum að sofna snemma.  Veðurspáinn er tvísýn fyrir helgina en sundréttur okkar byrjar á föstudaginn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er á leiðinni flott veður til ykkar. Verið bara klár og kíla svo á þetta.
bennih

Nafnlaus sagði...

Sendum ykkur okkar bestu óskir um gott gengi í sundinu. Nemendur í dönsku IH

Nafnlaus sagði...

Vona að góða veðrið geri vart við sig um helgina. Veit að úfinn sjór er smáhindrun fyrir ykkur.
kv. Steinn J.

Nafnlaus sagði...

gott að heyra frá ykkur....ég sendi góða veðurstrauma til ykkar, hef mikla trú á að þetta takist:)
ég fylgist vel með:)
kv.Kolla