mánudagur, 14. september 2009

Við þurfum kraftaverk


Það er orðið nokkuð ljóst að við syndum ekki Ermarsundið í ár.  Við áttum fund með Andy King í morgun og hann sagði að við þurfum meira en veður-kraftaverk til að klára þetta fyrir föstudaginn en þá líkur rétti okkar.

Skipstjórinn ræður öllu enda er það vel skiljanlegt.  Það hafa orðið dauðsföll af því að fólk er að fara í tvísýnu. Ein boðsundsveit fór út í tvísýnu veðri og eftir 3 klst vildi skipstjórinn hætta. Meðlimir boðsundsveitar voru ekki sáttir og rifust við skipstjórann. Á meðan gleymdu þau að fylgjast með þeim sem var að synda og týndu honum. Hann hefur ekki fundist síðan. Eftir þetta voru reglurnar gerðar skýrari með að skipstjórinn hefur lokaorðið. Annað dæmi var einstaklingssundmaður sem lennti stórri öldu og fannst ekki eftir það.

Þótt það virðist vera skaplegt veður hér í Dover á íslenskan mælinkvarða þá er bræla út á Ermarsundinu.  Þá er ég ekki að tala um brælu sem miðast við sjósund heldur 2m +, ölduhæð sem er telst vera bræla fyrir meðalstórar trillur.

Enginn hefur synt síðan á þriðjudaginn var. Gestgjafar okkar, Evelyn og David segja að þetta sé versta sumar í þau 13 ár sem þau hafa rekið þennan gististað. Hérna bíður fólk eftir að veðrið skáni en margir hafa gefist upp og farið heim. Við höfum frétt af einum sem fór heim til Ástralíu en ætlar að koma aftur í næsta mánuði. Engin kreppa þar!

Kannski gerist kraftaverkið í nótt ...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey! Við styðjum ykkur alla leið.
Reynið bara aftur að ári.....
Þetta hefst í þriðju tilraun......
En ekki í september.
Farið í júlí/ágúst.

Kveðja
Villi.

Nafnlaus sagði...

Æ þetta voru slæmar fréttir. Sjáumst heima og Dáni Þorbergur er klár.
Bennih

Nafnlaus sagði...

I had a dream.... that both men and women would swim over the channel on Thursday in a suprizing sun and calm weather... I had a dream... Ég hef fulla trú á því að veður verður bærilegra á fimmtudaginn, þið farið þetta ALLA LEIÐ.

kv Gummi Haff

Unknown sagði...

Það kemur tími eftir þennan tíma þó þetta sé svekkjandi. Um að gera að fara bara varlega. Hræðileg sagan þar sem einn gleymdist vegna rifrildis. Komið heim, reynið að ári. Allt er þegar þrennt er! Sonja Actavis

Unknown sagði...

Þetta kemst enginn nema að reyna. Þið komist þetta á endanum.