sunnudagur, 13. september 2009

Veik von

Fallegt sjósundfólk
Í morgun gerðum við okkur vonir um að veðurgat væri að myndast á þriðjudaginn en svo virðist sem veðurguðirnir séu okkur ekki hliðhollir.  Við töluðum við Andy í King í dag og hann var ekki bjartsýnn fyrir þriðjudaginn og alla næstu viku en sundvikan okkar endar á föstudaginn og Andy er fullbókaður næstu vikurnar.  Norðaustan strengurinn mun halda áfram að gera sjóinn á Ermarsundinu að þvottavél; 1,5 til 2 m ölduhæð og 10-14 m/s, fram að föstudeginum.  Agjörlega glórulaust að reyna við það hvort sem það er ein leið eða tvær.
Hópurinn á æfingu í gær

Við erum í sömu sporum og allir aðrir sundmenn sem bíða eftir góðu veðri.  Írarnir, sem eru hér með okkur á Varne Ridge töluðu um hvort það þurfi að fara fórna geit eða jafnvel einhverju stærra fyrir veðurguðina :)
Hópurinn við Varne Rigde
Við höldum í vonina því veðurspár eru tvísýnar og það þarf tiltölulega lítið til að gera aðstæður mun betri.  Á morgun verðum við aftur í sambandi við Andy King skipstjóra og þá kemst þetta nokkuð veginn á hreint.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð þetta hefst allt. morgun eða hinn. Skiptir ekki máli . Þið farið. Verið bara til og tilbúin. Er að fara með Löggunni í miðnætursund. Kkv bennih

Nafnlaus sagði...

Þið takið ykkur ansi vel út með þessar appelsínugulu sundhettur ;)
Gangi ykkur vel, vona að veðrið fari að skána.
Kveðja,
Kristín Laufey