þriðjudagur, 1. september 2009

Æfingar fyrir Ermarsundið


Hrafnkell, Birna og Hilmar
Á laugardaginn tókum við Birna,Heimir,Hilmar og Hrafnkell 25 mín kuldaæfingu í 7° heitum sjónum við Brúsastaði í Hafnarfirði. Hilmar og Hrafnkell hafa sótt þennan fágæta sjósundstað um nokkurn tíma. Vegna mikillar ferskvatns er sjórinn mun kaldari en annarstaðar. Þótt sjávarhiti Ermarsundsins sé margfalt hlýrra þá verður helmingur Ermarsundsins í myrkri og okkur mun kólna talsvert fyrir vikið og því er þetta góð æfing.
Hópurinn tilbúinn í Ermarsund æfingu
 
Í gær sigldi Ísleifur ITR með okkur út í Skerjafjörðinn þar sem við tókum Ermarsundæfingu. Hver synti í 15 mín, vegalengd og meðalhraði tekinn niður með GPS og Nokia Sports Tracker. Tímarnir munu verða notaðir til að meta niðurröðina í sveitinni þegar við mætum til Dover 9. sept.  Aðstæður voru góðar, háflóð og 11° sjór. Allar skiptingar tókust vel og mannskapurinn meira enn tilbúinn fyrir 90-100 km, 24-26 klst boðsund fram og til baka í Ermarsundinu. Afraksturinn sundsins má sjá á hér  
 
Ath. hægt er að sjá myndir á plottinu og betra að stilla á Satellite.

Engin ummæli: