föstudagur, 11. september 2009

Fyrsti dagur í sundrétti. Fundur með Andy

Andy ekki bjarsýnn á helgina
Þessi fyrsti dagur í sundrétti (11. sept-18. sept) byrjaði með góðum fundi með Andy King.  Hann talaði um það væri mjög lítil von um helgina og mánudagurinn væri tæpur.  Þó þetta líti þokkalega út Englandsmegin þá er mikil bræla Frakklandsmegin.   Svo virðist sem veðurhæðinn fyrir ofan England ætli að halda norðan strengnum niður Ermarsundið yfir helgina.

September er vinsæll mánuður hjá Ermarsundgörpum og það er mikið af sundmönnum sem eru í sama sundhólfi og við. Eins og aðrir sundmenn, hvort sem þeir eru í boðsundi eða einstaklings, þá lítur út fyrir að við þurfum að bíða eitthvað eftir því að takast á við Ermarsundið.

Eftir hádegisæfingu skruppum við í bíltúr um nágrenni Dover.  Síðan var verslað í matinn og Bjössi galdraði fram fimm stjörnu hlaðborð.
 

Að lokum má benda á að Heiðar Snyrtir heldur daðurnámskeið í VR þessa dagana.  Mælum sterklega með því :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er ágæt bið. Þið takið úr ykkur flugslappleikann og gerið klárt. Kaupið slatta af Maxim hafið hópefli, æfið startið og gerið klárt. Vel að merkja! Hver er sundröðin? Heimir, Dáni, Birna, Dísiljálkana í miðjuna, Kela og Hilmar og Bjössi síðastur. Mín tillaga. Þá fljótustu fyrst til að ná sem lengst á útfallinu Það styttir sundið svo mikið.
Bennih

Heimir sagði...

Takk fyrir kveðjurnar. Andy segir að niðuröðunin fari eftir styrk sjávarfallanna þegar við förum út. En hún verður svipuð og þú mælir með.

Nafnlaus sagði...

þið hafið þá bara góðan tíma til að undirbúa ykkur og verðið vel tilbúinn í slaginn þegar veður leyfir sem verður vonandi fljótlega!!! :)
kv.Kolla

Nafnlaus sagði...

eg var ad leita ad, takk