laugardagur, 12. september 2009

Birna týnd, skítið á kokkinn,Benni á safni, grillveisla og Dan hin ótrúlegi

Strákarnir týndir !
Það rættist lítið úr óskum okkar með að veðurhæðin færðist eitthvað til í dag.  Því var farið í næsta bæ til að dreifa huganum í verslunamiðstöð.  Þar komst Mamma ferðarinnar,Birna, í verslunavímu og gleymdi eitt augnablik að sjá um strákana.  Þeir ráfuðum út í buskann og týndust en fundust fljótlega aftur.
Birna kemur upp úr úfnum sjónum (ýtið á mynd á til að stækka)

Þegar strákarnir voru búnir að ná sér var farið í höfnina í Dover og tekinn æfing.  "Mamman" var lengst, 1 klst og 15 mín.  Á meðan Birna djöflaðist í úfnum sjónum slökuðu strákarnir á eftir sundið.  Mávarnir virtust eitthvað vera óánægðir með okkur strákana því þeir tóku sig til skítu beint á skallann á Bjössa !

Sjórinn hefur verið úfinn og leiðinlegur í höfninni.
Eftir sundið tékkuðum við á sögusafninu í Dover.  Eitt hornið í safninu var tileinkað Ermarsundinu og hetjum þess og þ.á.m. yfirlit yfir árangur síðasta árs (2008) og á listanum var elsti sundmaðurinn (51), Benni okkar Hjartarson.
Benni á listanum (Ýtið á til að stækka )
Um kvöldið var okkur boðið í matarboð sem þau Evelyn og David héldu fyrir sundmenn.  Þar hittum við ansi skrautlegan og ótrúlegan Breta að nafni Dan Martin.  Hann stefnir á heimsþríþraut !  Þríþrautin gengur út á það að synda yfir Atlantshafið frá New York, hlaupa til Moskvu og hjóla síðan restina yfir Síberíu og til New York !  Þetta hefur aldrei verið reynt en hann ætlar að byrja 8. maí á næsta ári.
 Bjössi með Dan Martin
Heimir og Bjössi áttu gott spjall við kappann og meðal annars sagði hann frá hjólaferð frá Suður Kóreu til Cape Town í Suður Afríku fyrir 4 árum síðan.  Hann lenti í ótrúlegustu ævintýrum á leiðinni enda hjólaði hann í gegnum hættulegustu ríki heimsins, Afganistan, Írak og nokkur vafasöm Afríkuríki. Í Eþíópíu varð honum á að hjóla á konu og stórslasa hana og sjálfan sig.  Eftir slysið var honum fleygt í fangelsi án læknishjálpar og dæmdur þar til dauða !  Á síðustu stundu bjargaði Breska Sendiráðið honum og hann fékk læknishjálp í kjölfarið.
 Á spjalli við aðra Ermarsundgarpar
Það var mikið talað um veður í veislunni og margir búnir að bíða ansi lengi eftir góðu sund veðri.  Margir búnir að leggja mikið á sig og sáu fram á að þurfa að hætta við sundið vegna dyttjóttra veðurguða.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahhaha fuglaskít á skallan:) það er greinilega ekki leiðinlegt hjá ykkur:)

kv.Kolla

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist þetta vera ein risa veisla hjá ykkur í Dover. Það verður gott flot í ykkur þegar þið syndið yfir Ermina og til baka.
komaso, Steinn J.