fimmtudagur, 10. september 2009

Breska Landhelgisgæslan mun fylgjast með okkur

Dagurinn byrjaði á kjarngóðum morgunmati "ala" Bjössa kokks en eins og við segjum hér út "Greatest kokk in Iceland" :)
Bjössi,Hrafnkell,Dáni og Birna gæða sér á fyrsta flokks orku-morgunverði
Síðan var farið í heimsókn í stjórnstöð Landhelgisgæslunar í Dover. Hún fylgist með og stjórnar allri skipaumferð um Ermarsundið en hún er ein sú mesta í heiminum. 
Yfirmaður stjórnstöðvar lýsir aðstæðum í Ermarsundinu

Þar var okkur sýnt endurspilun á sundi síðan á þriðjudaginn og þar sést vel hversu sjávarföllinn skipta miklu máli í sundinu.  Til gamans má geta að sex kláruðu af sjö.

Gríðalega skipaumferð í Ermarsundinu
Upp úr hádegi skelltum við okkur á höfnina í Dover og tókum 1 klst æfingu.  Allir fíluðu sig vel enda vel úthvíldir eftir góðan nætursvefn.
Höfnin í Dover. Sundleiðinn í dag (ýtið á til að stækka)
Við þurftum að láta skipta um öll dekkinn á bílaleigubílnum því það kom í ljós í morgun að dekkinn voru orðinn eydd niður í striga.  Ef við hefðum verið tekinn með þessi dekk þá hefði sektinn verið 10.000 pund og síðan ekki síst eru þau lífshættuleg !  Nokkuð ljóst að við munum ekki sættur okkur við þetta og húrra fyrir FIB !
Svona dekk eru lífshættuleg !
Það stefnir í að við förum ekki á stað fyrr en í fyrsta lagi aðfaranótt mánudags.  Yfir helgina verður stíf norðaustanátt, 8-10 m/s eftir öllu sundinu.  Rétt fyrir norðan okkar er ekki nema 2 m/s þannig að vindurinn er staðbundinn akkurat við Ermarsundið og það þarf lítið til að þetta batni til muna.

Rétturinn okkar byrjar á morgun (föstudagur) og við munum taka fund með Andy skipstjóra kl 10:30.

Engin ummæli: