mánudagur, 7. september 2009

2 dagar í brottför

Seinustu dagar hafa farið í lokaundirbúning og í kvöld var lokafundur til að klára lausa enda.

Stemmingin í hópnum er mjög þétt og allir vel einbeyttir.
Á miðvikudaginn verður flogið til London og þaðan keyrt til Dover. Gist verður hjá þeim Evelyn og David í Varne Rigde sem er rétt sunnan við Dover.  Miðað við góðu stundirnar seinast þá eigum við von á hlýjum móttökum.  Fyrsti dagurinn okkar í sundréttinum er á föstudaginn.  Veðurspáinn er tvísýn og er möguleiki að við förum á stað aðfaranótt Laugardagsins.

Að gefnu tilefni er vert að rifa upp nokkrar staðreyndir um boðsund í Ermarsundinu:

Stefnt verður á báðar leiðir, frá England til Frakklands og aftur til baka. Boðsundsveitin hefur fyrsta rétt dagana 11.09-18.09.


Ermarsundgarparnir eru 6 manna boðsundsveit reyndra sjósundmanna og kvenna úr Sundfélagi Hafnarfjarðar sem ætlar synda báðar leiðir eða um 90 km sund.


Alls hafa um 3.520 sundmenn tekið þátt í 592 boðsundum sem hafa tekist. 315 hafa farið fram og til baka. Það er um 40 prósent sem mistekst.  Sumir komast ekki af stað vegna veðurs og aðrir gefast upp vegna veðurs, sjóveiki og þreytu. Það eru mjög strangar reglur sem gilda um sundið. Ef einn í sveitinni er til dæmis sjóveikur og kemst ekki út í, þá er boðsundið ógilt.


Heimsmetið báðar leiðir á bandaríska landsliðið í sundi, 14 klst. og 18 mín. Við erum að gera okkur vonir um vera 20 - 24 klst báðar leiðir ef veður og sjólag leyfir.

Sundmenn og boðsundsveitir eru háð skipstjóranum en hann ræður algjörlega ferðinni. Hann metur veður og sjólag og getu sundmanna sinna til að takast á við sjólagið hverju sinni. Við höfum lagt áherslu að við séum vön köldum sjó og sjólagi. Hann hefur tekið tillit til þess en hinsvegar bent okkur á að hann geti ekki tryggt öryggi okkar við vissar aðstæður.


Hvort sem það er einstaklingssund eða boðsund þá fer þetta allt eftir sjávarföllum, straumum, veðrum og síðan ekki síst alhliða sjósundformi þeirra sem synda. Það er ekki bara hraði og sundgeta sem skiptir máli heldur koma fleiri þættir inn eins og kuldaþol, langtímaþrek og síðan ekki síst hugarfarið.

Nokkrir minnispunktar um Ermarsundgarpana:
  • Boðsundsveitin, samanstendur af 6 einstaklingum. Ein kona og 5 karlmenn. Heimir Örn Sveinsson, Hrafnkell Marinósson, Hilmar Hreinsson, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Björn Ásgeir Guðmundsson og Hálfdán Freyr Örnólfsson. Allir með mikla og víðtæka reynslu í sjósundi
  • Í fyrra fór sveitin ásamt Benedikt Hjartarsyni, í leiðangur í að sigra Ermarsundið. Benni var með 3. og boðsundsveit 4. sundrétt. Benedikt kláraði sitt sund með stæl en boðsundsveit, sem ætlaði fram og til baka komst ekki af stað vegna veðurs.
  • Boðsundsveit (Icelandic Open Water Team) ætlar nú að klára verkefnið, fram og til baka. Það hefur tryggt sér 1. sundrétt dagana 11.09 til 18.09. Það eru góðar líkur á að þessum úrvalshópi takist ætlunarverk sitt og standi sigurreifir á Frakklands og Englandsströndum eftir um 90 km sund.
  • Heimasíða leiðangurins http://www.ermarsund.com/ sló rækilega í gegn í fyrra. Um 17 þúsund manns heimsóttu hana á meðan á sundinu stóð. Síðan var uppfærð á 30 mín fresti með fréttum,myndum og staðsetningu sundsins. Stefnt er af því endurtaka þetta

Engin ummæli: