mánudagur, 14. september 2009

Rigning og rok !

Rigning og rok kl 08:30 í morgun
Veðurspáin sem var nógu slæm fyrir, hefur versnað.  Vindur 8-11 m/s, 14°-16° rok og rigning með sólarglætu á milli.  Þetta þýðir á Ermarsundinu 1,5 - 3,0 m ölduhæð gjörsamlega ófært til að synda. Í morgun voru sundmenn í sama sundhólfi og við, frá Írlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi að kveðja þau Evelyn og David hjá Varne Rigde.
Sjá veðurspá á yr.no og vindaspá á windguru
 Höldum fund með Andy King eftir 2 klst.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hættið þessu væli.
Þetta lítur ágætlega út.

Kveðja
Villi.

Nafnlaus sagði...

hvaa bara sól og blíða!!:)
þetta hlítur að lagast:)

vera jákvæð
kv.Kolla

Nafnlaus sagði...

Hvað er þetta, eruð þið ekki vön að synda í svona veðri heima hvort eð er??

Baráttukveðjur,
Sjöfn.

Nafnlaus sagði...

Síðan hvenær látið þið smá öldugang stoppa ykkur. Það er bara aumingjaskapur að reyna ekki eftir vindur er undir 20m/sek. Það segir Keli alla vega sem hefur reynslu af því að synda í þannig sjó.
komaso,
Steinn J.

Heimir sagði...

Þetta snýst ekki um hvað við vilju heldur ræður skipstjórinn ferðinni. Við erum von ýmsu heima á Íslandi en við erum að tala um 10 m/s á sek í sjó sem er eins og þvottavél og 15° hita sem mundi þýða 20-24 klst aðra ferðina ! Við gætum alveg eins stokkið fram að White Cliffs of Dover og vonað það besta !

Nafnlaus sagði...

Við bíðum bara öll róleg og sjáum hvað setur. Við höfum séð það svart áður. Þetta verður fínt og þá skellið þið ykkur í hann og klárið dæmið. Við skelltum okkur hérna í nætursund í Fossvogi í nótt. Ég taldi 11 uppúr á eftir en var sagt að við hefðum farið 12 út í. Þið takið vel á móti honum þegar hann kemur á land í Dover. Það var brjálað veður og mikil alda.
Bennih

Nafnlaus sagði...

Það er bara að krossa puttana og vona það besta!!!!
Sendi góða strauma til ykkar :)
Kv. Heiða Jóhanns